Þetta er fimmta breyting Tesla á verði bíla sinna frá áramótum en að sögn Elon Musk á dögunum höfðu lækkanir að undanförnu mikil áhrif á sölu Tesla-bifreiða. Sala Tesla Model S og X er um 4% af sölu Tesla árið 2022 en megnið af sölunni er í Model 3 og Model Y sem var lækkaður um allt að 20% í janúar. Verðlækkunin hefur ekki náð til Evrópu þegar þetta er skrifað en jafnvel má búast við að sjá verð þar lækka líka eins og í janúar.
Model X lækkar nú um 10.000 dollara eða um 9% sem er talsverð lækkun.
Samkvæmt fréttamiðlinum Reuters hefur Tesla nú lækkað verð á dýrari gerðum bíla sinna, Model s og Model X, í Bandaríkjunum. Um talsverða lækkun er að ræða eða á bilinu 4-9% og lækkar Model X mest, eða um 10.000 dollara, í báðum útgáfum sínum. Tesla Model S lækkar um 5.000 dollara í báðum útgáfum og kosta Plaidútfærslur bílanna nú sömu upphæð, eða 109.990 dollara.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir