Þetta er fimmta breyting Tesla á verði bíla sinna frá áramótum en að sögn Elon Musk á dögunum höfðu lækkanir að undanförnu mikil áhrif á sölu Tesla-bifreiða. Sala Tesla Model S og X er um 4% af sölu Tesla árið 2022 en megnið af sölunni er í Model 3 og Model Y sem var lækkaður um allt að 20% í janúar. Verðlækkunin hefur ekki náð til Evrópu þegar þetta er skrifað en jafnvel má búast við að sjá verð þar lækka líka eins og í janúar.