Elon Musk forstjóri Tesla hefur lýst þeim vandræðum sem það er að koma nýjum bílum sínum til kaupenda sem „afhendingarhelvíti“. Hann hefur hreinlega gefist uppá að semja við allrahanda flutningafyrirtæki um afhendingu nýrra bíla Tesla og þess í stað keypt trukkafyrirtæki til verksins. Með því hefur Tesla stytt afgreiðslutíma á bílum sem afhendast á austurströnd Bandaríkjanna um allt að einn mánuð. 

Það ætti líka að tryggja hraðara tekjustreymi í bókum Tesla og ákvörðunin í því ljósi skiljanleg. Ekki er ljóst hvaða trukkafyrirtæki Tesla hefur keypt og hefur Elon Musk forstjóri verið loðinn í svörum spurður að því.