Þar kom meðal annars fram að framleiðandanum þætti sérstaklega pirrandi að ekkert svar væri komið við því hvenær áætluð verksmiðja Tesla í nágrenni Berlínar yrði samþykkt. Liðnir eru 16 mánuðir síðan Tesla sótti um leyfi fyrir verksmiðjunni svo að pirringurinn er skiljanlegur. Náttúruverndarsinnar hafa lagt stein í götu Tesla með því að stöðva frekara skógarhögg á verksmiðjusvæðinu, þar sem það gæti sett snáka í vetrarhíði í hættu. Tafir á verksmiðjunni hafa seinkað framleiðsluáætlunum fyrir Tesla Model Y, en áætlað er að verksmiðjan í Berlín geti framleitt 500.000 slíka bíla árlega þegar hún er komin í fulla virkni. Hérlendis er Tesla Model Y ekki einu sinni kominn á það stig að hægt sé að panta bílinn.