Fellur það undir þá skilgreiningu að ekki megi nota snertiskjá í akstri, en á Íslandi er bannað að nota snjalltæki við akstur með eða án leiðsagnar og því spurning hvort að skjáir sem þessir falli undir þá skilgreiningu. Tesla til varnar er rétt að nefna að á stefnuljósarofa bílsins er hnappur sem þurrkar einu sinni af rúðunni og kveikir á stjórnbúnaðinum á skjánum um leið. Þá getur ökumaður valið um að nota skjáinn eða raddstýringu. Þetta er ekki fyrsta málið sem að fellur Tesla bílum í óhag í Þýskalandi að undaförnu. Í júlí var Autopilot búnaður Tesla dæmdur misvísandi af þýskum dómstólum.