Tesla af henti PepsiCo fyrstu rafvæddu Semi-f lutningabílana á fimmtudag við hátíðlega athöfn sem streymt var beint á Twitter. Elon Musk keyrði einn af þremur bílunum inn í verksmiðjuna þar sem frumsýningin fór fram. Á frumsýningunni var sýnt myndband þar sem trukkurinn keyrir upp 6% halla í Donner-fjallaskarðinu þar sem hann tekur fram úr annarri umferð.

Semi flutningabíllinn verður með þremur rafmótorum þar sem einn sér um að drífa bílinn áfram á langkeyrslu, en hinir tveir koma inn þegar meira af ls er þörf. Að sögn Musk er einn rafmótor öflugri en dísilvél í bíl af sömu stærð. Rafmótorarnir eru 1.020 hestöfl eins og í Plaid bílunum og mun hafa 800 km drægi með 37 tonna farmi, að sögn Musk. Áætlað er að framleiða 50.000 Semi-trukka árið 2024 í verksmiðjum Tesla í Norður-Ameríku. Tesla er einnig að þróa nýja, vatnskælda hraðhleðslustöð sem mun geta „troðið megawatti gegnum venjulegan hleðslukapal“ eins og Musk orðaði það. Hefur henni verið lofað á markað strax á næsta ári.