Örygg­is­nefnd lyfj­a­stofn­un­ar Evróp­u hef­ur kom­ist að þeirr­i nið­ur­stöð­u að hjart­a­bólg­a og goll­urs­húss­bólg­a séu hugs­an­leg­ar al­var­leg­ar auk­a­verk­an­ir ból­u­setn­ing­a með ból­u­efn­um sem nýta sér mRNA-tækn­i, líkt og ból­u­efn­i Mod­ern­a og Pfiz­er.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá stofn­un­inn­i. Þar seg­ir að nið­ur­stað­an bygg­i á öll­um fyr­ir­liggj­and­i gögn­um og rann­sókn­um um á­hrif ból­u­efn­ann­a. Könn­uð voru ýt­ar­leg­a 145 til­fell­i hjart­a­bólg­u hjá þeim sem höfð­u feng­ið ból­u­efn­i Pfiz­er og 19 til­fell­i hjá þeim sem feng­ið hafa Mod­ern­a á evr­ópsk­a efn­a­hags­svæð­in­u. Auk þess voru skoð­uð 138 til­fell­i goll­ur­húss­bólg­u eft­ir ból­u­setn­ing­u með Pfiz­er og 19 eft­ir ból­u­setn­ing­u með Mod­ern­a. Þann 31. maí höfð­u ver­ið gefn­ir um 177 millj­ón skammt­ar af ból­u­efn­i Pfiz­er og 20 millj­ón skammt­ar af ból­u­efn­i Mod­ern­a á evr­ópsk­a efn­a­hags­svæð­in­u. Auk þess voru til­fell­i á heims­vís­u skoð­uð.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i greind­ust hjart­a­vand­a­mál oft­ast inn­an tveggj­a vikn­a frá ból­u­setn­ing­u og voru lík­legr­i eft­ir seinn­i skammt og hjá ung­um karl­mönn­um. Í fimm til­fell­um á evr­ópsk­a efn­a­hags­svæð­in­u leidd­u hjart­a­vand­a­mál­in til and­láts. Fimm­menn­ing­arn­ir voru ann­að hvort aldr­að­ir eða með sam­far­and­i sjúk­dóm­a.

Mik­il­vægt að al­menn­ing­ur og heil­brigð­is­starfs­fólk sé vak­and­i

Nefnd­in hef­ur því mælt með því við evr­ópsk lyfj­a­yf­ir­völd að hjart­a­sjúk­dóm­ar séu skráð­ir sem auk­a­verk­an­ir í fylg­i­seðl­i ból­u­efn­ann­a, auk þess að heil­brigð­is­starfs­fólk­i og al­menn­ing­i verð­i greint frá þess­um mög­u­leg­u auk­a­verk­un­um svo það sé með­vit­að um hugs­an­leg­ar hætt­ur sem fylg­ir ból­u­setn­ing­u. Mik­il­vægt sé að heil­brigð­is­starfs­fólk sé á varð­berg­i gagn­vart þess­um auk­a­verk­un­um svo hægt sé að gríp­a inn í eins fljótt og auð­ið er ef grun­ur leik­ur á að fólk glím­i við auk­a­verk­an­ir af þess­u tagi.

Ekki fund­ust nein tengsl mill­i ból­u­setn­ing­a með ból­u­efn­um Jans­sen og AstraZ­en­e­ca og hjart­a­vand­a­mál­a af þess­u tagi. Nefnd­in hef­ur þó ósk­að frek­ar­i gagn­a frá fram­leið­end­um þeirr­a.

Lyfj­a­stofn­un Evróp­u seg­ir eng­an vafa leik­a á því að kost­ir ból­u­setn­ing­ar vegi mun þyngr­a en hætt­an sem þeim get­ur fylgt. Á­fram verð­i fylgst náið með þró­un mála og al­menn­ing­i hald­ið upp­lýst­um um all­ar nýj­ar vend­ing­ar.