Sér­fræðinga­nefnd Lyfja­stofnunar Evrópu hefur komist að þeirri niður­stöðu að tengsl séu á milli bólu­setningar með bólu­efni Jans­sen og sjald­gæfra auka­verkana sem fela í sér blóð­tappa þar sem magn blóðflagna er einnig minnkað. Lagt er til að slíkt sé flokkað sem mjög sjald­gæf auka­verkun af bólu­setningu.

Um er að ræða sömu niður­stöðu og nefndin komst að þann 7. apríl síðast­liðinn varðandi bólu­efni AstraZene­ca en bólu­efni Jans­sen og bólu­efni AstraZenea eru bæði svo­kölluð veiru­ferju­bólu­efni (e. viral vector vaccine) þar sem þau eru þróuð út frá adenó­veiru. Nokkrar til­kynningar hafa komið upp um blóð­tappa í kjöl­far bólu­efnis Jans­sen og var því á­kveðið að rann­saka það nánar.

Ekki hægt að segja til um áhættuþætti

Að því er kemur fram í til­kynningu á vef Lyfja­stofnunar Evrópu voru átta slík til­felli, sem öll komu upp í Banda­ríkjunum, tekin til skoðunar en alls hafa rúm­lega sjö milljón manns fengið bólu­efnið í Banda­ríkjunum. Að­eins einn skammt þarf af bólu­efninu til að ná fram virkni ó­líkt öðrum bólu­efnum sem hafa verið sam­þykkt af Lyfja­stofnun Evrópu.

Til­fellin komu öll upp hjá ein­stak­lingum yngri en 60 ára innan við þremur vikum eftir bólu­setningu og voru flest til­felli hjá konum, svipað og hjá AstraZene­ca. Út frá þeim gögnum sem liggja fyrir að svo stöddu er þó ekki hægt að á­lykta um mögu­lega á­hættu­þætti en það var ekki heldur gert fyrir bólu­efni AstraZene­ca.

Lyfja­stofnun Evrópu í­trekar þó að á­vinningurinn af bólu­setningu sé meiri en á­hættan og er vísað til þess að CO­VID-19 sé ban­vænn sjúk­dómur. Þá eru CO­VID-19 sjúk­lingar marg­falt lík­legri til að mynda blóð­tappa heldur en sést í kjöl­far bólu­setningar.