Fjöl­skylda, vinir og vanda­menn John Snorra Sigur­jóns­sonar komu saman í kvöld á ljósa-og bæna­stund við Vífils­staða­vatn þar sem þau minntust fjall­göngu­mannsins og fé­laga hans, þeirra Mu­hammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr sem fórust ný­lega á K2.

Eins og al­þjóð veit höfðu þre­menningarnir gert at­lögu að toppi K2, eins hættu­legasta fjalls heims og voru þeir staddir á flösku­háls fjallsins svo­kallaða þegar síðast heyrðist til þeirra þann 5. febrúar. Síðan þá hafa mennirnir ekki fundist og lýstu pakistönsk yfir­völd því yfir þann 18. febrúar að þeir væru taldir af.

Séra Jóna Hrönn Bolla­dóttir leiddi bæna­stundina í kvöld. Fjöl­skylda John Snorra hafði hvatt alla sem ekki áttu heiman­gengt til þess að taka þátt og tendra ljós heiman frá sér.

Að lokinni bæn og kveðju frá fjöl­skyldunni mynduðu þátt­tak­endur ljósa­hring í kringum vatnið. Lína Móey Bjarna­dóttir, eigin­kona Johns Snorra, þakkaði öllum þeim sem að­stoðuðu við leitina að þre­menningunum í til­kynningu frá fjöl­skyldu ís­lenska fjall­göngu­mannsins.

Þátttakendur mynduðu að lokum ljóshring í kringum Vífilsstaðavatn til heiðurs John Snorra og félögum.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari