Vinir og vanda­menn John Snorra Sigur­jóns­sonar ætla koma saman við Vífil­sstaða­vatn á sunnu­daginn og biðja fyrir honum og sam­ferða­mönnum hans Mu­hammad Ali Sadpara and Juan Pablo Mohr.

„Okkur langar að koma samam tendra ljós, hugsa til vinar okkar og biðja fyrir honum, Juan og Ali á öllum tungu­málum og trúar­brögðum. Hægt er að koma á staðinn og tendra ljós og biðja fyrir honum. Séra Jóna Hrönn Bolla­dóttir mun leiða,“ segir í við­burðar­lýsingunni.

Við­burðurinn er opinn öllum sem hafa á­huga en þá hvetja vinir John Snorra alla sem komast ekki að taka þátt með því að tendra ljós heima hjá sér og deila með þeim.

„John á vini og vanda­menn um allan heim og með þessum hætti getum við sam­einast,“ segir á viðburðinum en þá var einnig sett inn færsla á Facebook síðu John Snorra.

We the friends and family of John Snorri Sigurjónsson want to come together and pray for him and his companions Muhammad...

Posted by John Snorri on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021

Fjall­göngu­maðurinn John Snorri Sigur­jóns­son og þeir Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru taldir hafa farist á fjallinu K2 í Pakistan. Ekkert hefur spurst til fjall­göngu­mannanna í tæpar þrjár vikur eða frá 5. febrúar síðast­liðnum.

Raja Nasir Ali Khan, ferð­­mála­ráð­herra Gil­git Baltistan-héraðsins í Pakistan, greindi frá því á Twitter fyrir viku að mennirnir væru taldir af þar sem engin um­merki um þá hafi fundist þrátt fyrir ítar­lega leit.

Farin hefur fram viða­mikil leit af mönnunum frá því að þeir týndust og hafa þyrlur, flug­vélar og reyndir fjall­göngu­menn að­stoðað við leitina. Ekkert hefur þó komið upp úr krafsinu og engar vís­bendingar um stað­setningu mannanna hafa komið upp á yfir­borðið.