Hólm­fríður Árna­dóttir, for­maður svæðis­fé­lags Vinstri grænna á Suður­nesjum og odd­viti Suður­kjör­dæmis segir að þó út­lendinga­frum­varpið fari ó­breytt í gegn, þá ógni það ekki endi­lega ríkis­stjórnar­sam­starfinu. Hún segir að það sé erfitt að upp­lifa að unnið sé gegn grunn­gildum flokksins.

Hólm­fríður, á­samt hópi innan Vinstri grænna skrifaði grein í síðustu viku, þar sem gras­rót flokksins mót­mælti út­lendinga­frum­varpi Jóns Gunnars­sonar dóms­mála­ráð­herra. Hópurinn telur að út­­lendinga­frum­­varpið ein­­kennist af út­­lendinga­and­úð og það virðist hafa það eitt mark­mið að neita fleirum, enn hraðar, um hæli.

Hólm­fríður segir að brugðist hafi verið við greininni með há­degis­fundi á laugar­daginn síðast­liðinn, þar sem gras­rótin átti gott sam­tal við for­ystu­fólk flokksins. Hún vill þó ekki meina að það sé ólga innan flokksins vegna frum­varpsins.

„Við á­litum svo að það sé ekkert endi­lega ólga eða neitt slíkt, heldur ein­fald­lega erum við að sinna okkar hlut­verki sem gras­rót. Það er að minna stöðugt á okkar stefnu og eiga alltaf í stöðugu sam­tali við for­ystuna, sem við erum vissu­lega að reyna efla og hvetja til góðra verka,“ segir Hólm­fríður.

Hólm­fríður viður­kennir að hún hafi varla þorað að hugsa hvað gerist út­lendinga­frum­varpið verði sam­þykkt ó­breytt.

„Ég vona svo sannar­lega að okkar fólk grípi vel inn í og að við fáum þessu frum­varpi breytt, þannig að það fari ekki svona í gegn. Af því að við verðum líka að hlusta á þessi mann­réttinda­sam­tök sem eru að koma með um­sagnir og annað slíkt og okkur ber skylda til þess að sinna þessum mála­flokki vel. Við erum hluti af al­þjóða­sam­starfi og við erum með sátt­mála í gildi hérna á Ís­landi sem snúa að mann­réttinda­málum og mann­réttindum. Þannig ég yrði alla­vegana mjög leið ef þetta færi svona í gegn svo ég tali fyrir mig,“ segir Hólm­fríður og bætir við að í stjórnar­sátt­málanum sé kveðið á um mann­réttindi og að það eigi að standa vörð um þau.

„Eins er kveðið á um mál­efni inn­flytj­enda og flótta­fólks. Það er mikil­vægt að standa við það sem stendur í stjórnar­sátt­mála, við eigum að taka vel á móti flótta­fólki. Við viljum vera fjöl­menningar­sam­fé­lag og okkur vantar fólk til landsins, til þess að vinna og annað slíkt,“ segir Hólm­fríður.

Ef frum­varpið fer í gegn ó­breytt, eru það ekki skila­boð til ykkar í gras­rótinni að á ykkur sé ekki hlustað?

„Það er ein út­færslan. Ég trúi ekki öðru en að það sé á okkur hlustað og fólkið okkar fari fram með þeim hætti sem að er í takt við okkar stefnu. Það er bara þannig. og að það sé virki­lega hlustað á þessar um­sagnir og hlustað á gras­rótina. Ég vona það og ég trúi því að það sé svo leiðis,“ segir Hólm­fríður.

Er þetta mál þess eðlis að það geti ógnað sam­starfi flokkana?

Ég bara veit það ekki. Nú er ég ekki á þingi og ekkert í fram­línunni hvað það varðar, þannig ég veit það ekki. En ég er ekki að sjá það endi­lega. Vissu­lega ber okkur í gras­rótinni að halda mál­efnum á lofti, sér­stak­lega mál­efnum minni­hluta og mann­réttinda,“ segir Hólm­fríður.

Hún trúir því að frum­varpið fari ekki í gegn ó­breytt.

„Það er alveg vissu­lega erfitt þegar maður upp­lifir að það sé verið að vinna gegn okkar grunn­gildum. En ég hef trú á að þetta fari ekki svona í gegn og að það verði unnið betur í þessu frum­varpi,“ segir Hólm­fríður.