Módelið Jeff Thomas féll ekki fyrir eigin hendi, heldur datt hann fram af svölunum á heimili sínu í Miami þegar hann var að taka sjálfu (e. Selfie). Þetta segir umboðsmaðurinn hans Luli Batista við Daily Mail.
Fyrr í vikunni var greint frá andláti Thomas, en vitni sögðu að hann hafi stokkið fram af svölum á heimili sínu í Miami. Batista telur að svo sé ekki raunin, heldur hafi Thomas látist af slysförum.
„Hann gæti hafa dottið við að taka sjálfu,“ segir Batista, en hún telur afar ólíklegt að Thomas hafi fallið fyrir eigin hendi, þar sem hann ræddi við módelið sama dag og hann lést.
„Hann var svo spenntur og stoltur af sjálfum sér. Hann var hamingjusamur og spenntur fyrir næsta skrefi í lífinu sem hann elskaði,“ segir Batista.
Thomas var vinsæll á samfélagsmiðlum og var með yfir 120 þúsund fylgjendur á Instagram. Hann birti mynd af sér sama dag og hann lést þar sem hann talaði um mikilvægi þess að rækta geðheilsuna sína.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir glímir við sjálfsvíghugsanir ráðleggjum við þér að ræða málin við sérþjálfaða ráðgjafa Rauða krossins í hjálparsímanum, 1717, eða á netspjalli Rauða krossins.
Einnig reka Píeta samtökin gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu, sem glímir við sjálfsvígshugsanir og aðstandendur þeirra.
Píetasíminn 552 2218 er opinn allan sólarhringinn. Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.
Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi bendum við á stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð. 551-4141 og hjá Pieta samtökunum s. 552-2218.