Ólafur Þ. Harðar­son, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir það „opna spurningu“ hvort Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, haldi vin­sældum sínum eða hvort sá stuðningur sem hún mælist með sé nýja­brum. Það sé ekki ó­al­gengt að nýir foringjar fái vind í seglin en það sé at­hyglis­vert hversu hátt hún sé að fara. Sam­kvæmt könnun Frétta­blaðsins í gær treysta rúm 25 prósent henni best allra formanna.

„Flestir eru sam­mála um að Krist­rún er mjög öflugur mál­svari,“ segir Ólafur.

Hvað traust til Katrínar Jakobs­dóttur varðar segir Ólafur alltaf vara­samt að bera saman spurningar í könnunum nema þær séu ná­kvæm­lega eins orðaðar. „Hins vegar er breytingin svo mikil miðað við aðrar kannanir að það er full á­stæða til að ætla að þetta sé raun­veru­leg breyting,“ segir hann.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar er nú sá stjórnmálamaður sem Íslendingar treysta best.

Ólafur telur tvennt valda þessu. Annars vegar vin­sældir Krist­rúnar og hins vegar sé spenna í ríkis­stjórnar­sam­starfinu eftir far­aldurinn, það er að mál­efna­á­greiningur Sjálf­stæðis­flokksins og Vinstri grænna sé sí­fellt að koma betur í ljós og þar af leiðandi ó­á­nægja. Fylgi stjórnar­flokkanna og stjórnarinnar hafi verið undir 50 prósentum í nokkurn tíma. „Það hafa komið upp mörg mál sem eru mjög ó­þægi­leg fyrir VG,“ segir Ólafur. Má nefna til dæmis Ís­lands­banka­söluna og brott­vísanir hælis­leit­enda.

„Vin­sældir foringja eru ekki á­skrift á aukið fylgi,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir vin­sældir Katrínar hafi Vinstri græn tapað fylgi árið 2021 en Fram­sókn hefur unnið stóra sigra án per­sónu­legra vin­sælda Sigurðar Inga. Vin­sældir geti þó styrkt flokkinn inn­byrðis og út á við, til dæmis í við­ræðum um stjórnar­myndun.

Hvað varðar litlar vin­sældir Bjarna Bene­dikts­sonar utan Sjálf­stæðis­flokksins segir Ólafur að það gefi til kynna að kjós­enda­hópur flokksins sé orðinn hug­mynda­fræði­lega eins­leitari en áður. Skoðanir flokks­manna rými illa við annarra nema Mið­flokks­manna.