Fram­kvæmdar­stjóri Geð­hjálpar fagnar niður­stöðu Sjúkra­trygginga Ís­lands (SÍ) í máli sonar Hörpu Henrys­dóttur og telur hana for­dæmis­gefandi. Niður­staðan geti ýtt við stjórn­völdum að bregðast við þörfinni fyrir með­ferðar­úr­ræðum hér á landi þegar kemur að geð­rænum á­skorunum, svo sam­fé­lagið sitji ekki uppi með það að borga fyrir með­ferðir er­lendis.

Frétta­blaðið sagði frá því í síðustu viku að Hörpu Henrys­dóttur hafi borist form­legt bréf frá SÍ þar sem henni var tjáð að um­sókn vegna læknis­með­ferðar í Hollandi fyrir þrettán ára son hennar hafi verið sam­þykkt.

Drengurinn, sem þjáist af þung­lyndi og kvíða, hefur í­trekað þurft á bráða­inn­lögn að halda í kjöl­far sjálfs­vígs­til­rauna. Hann er búinn að vera á bið­lista hjá BUGL síðan í nóvember í fyrra.

„Ég tel svo vera að þetta hafi ekki gerst áður. Það er reynsla okkar því yfir­leitt hefur verið synjun á slíkar um­sóknir,“ segir Grímur Atla­son, fram­kvæmdar­stjóri Geð­hjálpar um niður­stöðu SÍ.

Hann segir að í gegnum tíðina hafi geð­rænar á­skoranir verið settar í annan eða þriðja flokk innan heil­brigðis­kerfisins. Þær séu þó lífs­hættu­legar.

Börn sem taka eigið líf, þá erum við að tala um börn upp að sau­tján ára aldri, fór úr einu prósenti árið 2000 og er komið upp í 9,2 prósent í dag

„Ef við horfum á töl­fræðina, þá var dánar­or­sök vegna sjálfs­víga hjá fólki á aldrinum 18 til 29 ára þrjá­tíu og sex prósent á árunum 2016 til 2020. Sum sé, ef þú ert á þessum aldri og deyrð, þá er þetta stærsta dánar­or­sökin,“ segir Grímur.

Oft séu geð­rænar á­skoranir af­greiddar sem af­gangs­stærð. „Það er litið á þetta eins og þetta sé ekki raun­veru­legt, sem kemur fram í for­dómum sem sam­fé­lagið sýnir oft þegar kemur að geð­rænum vanda­málum,“ segir Grímur.

Að­spurður segir Grímur niður­stöðuna mikið heilla­spor í rétta átt, því sjálfs­víg meðal barna hafi aukist.

„Hlutfall sjálfsvíga sem orsök andláta barna yngri en átján ára fór úr einu prósenti á árunum 2000 til 2005 í 9,2 prósent á árunum 2016 til 2020. Þetta segir okkur að þörfin sé brýn,“ segir Grímur, og bætir við að mikil­vægt sé að bregðast skjótt við.

„Það er búið að gera margar góðar á­ætlanir þegar kemur að geð­heil­brigði lands­manna. Þær liggja því miður bara niður í skúffu. Nú þarf að fara að fram­kvæma,“ segir Grímur.