Magnús Jó­hann­es­son, stjórn­ar­formað­ur Úr­vinnslu­sjóðs, segir í samtali við Stundina að hann telji málið einsdæmi og engin þörf sé á frek­ari rann­sókn­um í tengslum við 1.500 tonn af íslensku plasti sem fannst í vöruhúsi í Suður-Svíþjóð.

Úrvinnslusjóður hafði áður fullyrt að plast, sem sent væri frá Íslandi til Svíþjóðar í samvinnu við endurvinnufyrirtækið Swerec, væri allt endurunnið eða endurnýtt.

Úrvinnslusjóður vissi um málið haustið 2020. Síðasta vor fór af stað úttekt á vegum Ríkisendurskoðunar.

Magnús, sem var ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins frá 1992 til 2012, var skipaður stjórnarformaður sjóðsins 19. nóvember síðastliðinn.

Stundin tók Magnús tali að loknum aðalfundi sjóðsins á Grand hótel 9.desember síðastliðinn.

Hér má lesa og sjá það fór á milli Magnúsar og blaðamanns Stundarinnar.Sagði Magnús meðal annars að það væru nýir eigendur að Swerec en Bjartmar tjáði honum á móti að hann væri búinn að ræða við framkvæmdastjóra Swerec sem sagði eigendurna þá sömu.

Magnús var spurður hvort hann telji að það þurfi opinbera rannsókn á störfum Úrvinnslusjóðs og hvort það séu einhver fleiri tilfelli. Alls ekki, alls ekki,“ svaraði Magnús. Telur hann málið algjört einsdæmi.