Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum segir að þegar jörðin opnast þá verði hægt að bregðast við. Engar hindranir eru á ferðum fólks á svæðinu í kringum Fagra­dals­fjall sem stendur, en lög­reglan fylgist vel með svæðinu.

„Það er nú ekkert í gangi svo ég viti, þá eru engar hindranir á svæðinu,“ segir Úlfar Lúð­víks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesjum, en svæðið hefur verið vin­sælt meðal ferða­manna frá síðasta gosi.

„Er­lendir ferða­menn fylgjast með fréttum af svæðinu þannig þetta ætti ekki að fara fram hjá þeim. Ferða­menn finna fyrir jarð­skjálftum eins og við. Ég held að þær upp­lýsingar sem eru á síðum sem eru hugsaðar fyrir túr­ista séu eins góðar og þær geti orðið,“ segir Úlfar.

Úlfar segir að ó­vissu­stig sé við gildi eins og er, en lög­reglan er til­búinn ef það skyldi byrja að gjósa.

Um mið­­nætti bárust Veður­­stofu Ís­lands og Al­manna­vörnum á­bendingar um að á Fagra­­dals­­­fjalli virtust vera glæringar í reyk og töldu margir að gos væri hafið. Í ljós kom að um sinu­bruna væri að ræða.

„Það var á mis­skilningi byggt. En þeir sem eitt­hvað vita í mála­flokknum, þeir tala um meiri líkur en minni á gosi. Þannig við erum bara þar í augna­blikinu. Þegar eitt­hvað gerist, þegar jörðin opnar sig, þá er hægt að bregðast við því,“ segir Úlfar.