Már Wolf­gang Mixa, lektor í fjár­málum við Há­skóla Ís­lands, segir ekki ó­lík­legt að fast­eigna­verð taki dýfu niður á við nú þegar vaxta­stig er að hækka og væntingar uppi um aukið fram­boð.

Enn sem komið er gefa þó engin gögn til kynna að fast­eigna­verð sé farið að lækka. Már segir í að verðið sé sögu­lega hátt frá öllum mæli­kvörðum séð.

Þetta segir Már í sam­tali við Morgun­blaðið í dag og bendir á stöðuna á fast­eigna­markaði árin eftir hrun, en þá tók fast­eigna­verð snarpa dýfu.

„Það er eins og margir hafi gleymt því að fast­eigna­verð lækkaði um næstum 20% frá 2007 til 2010 og á sama tíma var saman­lögð verð­bólga í kringum 30%,“ segir hann í Morgun­blaðinu og bætir við að al­mennt þegar verð lækkar þá gerist það nokkuð fyrir­vara­laust.

„Það er kannski þess vegna sem erfitt er að spá í spilin. Þetta gerist einn, tveir og tíu, þegar eftir­spurnin er horfin, og þá þurfa selj­endur að lækka verð mikið,“ segir hann og bendir á að vís­bendingar um þessa þróun séu farnar að sjást í Banda­ríkjunum og Bret­landi.

Frétta­blaðið fjallaði um stöðu mála í Dan­mörku fyrir skemmstu en hag­fræðingar þar hafa ráð­lagt fólki í kaup­hug­leiðingum til að horfa til lengri tíma. Þar hafi dregið úr eftir­spurn og teikn séu á lofti um að fast­eigna­verð lækki um fimm til tíu prósent á næstunni.