Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu, Halla Berg­þóra Björns­dóttir, telur að dóms­mála­ráð­herra, Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, hafi ekki haft af­skipti af rann­sókn saka­máls í sím­tölum þeirra á milli á að­fanga­dag eftir að greint var frá því að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, hafði verið í sam­kvæmi í Ás­mundar­sal á Þor­láks­messu.

Jón Þór Ólafs­son, for­maður stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis er sakaður um trúnaðar­brest.Frá þessu var greint í kvöld­fréttum á RÚV í kvöld.

Þar kom fram að Jón Þór Ólafs­son, for­maður stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis greindi frá því í kvöld­fréttum í gær að það hefðu nýjar upp­lýsingar komið fram á fundi nefndarinnar þegar lög­reglu­stjóri kom fyrir nefndina og að upp­lýsingarnar gæfu til­efni til að skoða málið betur.

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, sagði við mbl.is í dag að for­maðurinn hefði með því að tjá sig um málið gerst sekur um trúnaðar­brest því ekki mega ræða það sem fram komi á fundum nefndarinnar.

Halla Berg­þóra sendi frétta­stofu RÚV póst í dag þar sem hún sagði sím­töl Ás­laugar Örnu hafa snúið að upp­lýsinga­gjöf lög­reglu­em­bættisins á að­fanga­dag og hvernig að henni var staðið þennan dag og engu öðru og að beiðni Ás­laugar hafi fallið undir lög og sagði að hún hefði ekki haft af­skipti af rann­sókn saka­máls hjá em­bættinu.