Sig­ríður Á. Ander­sen, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, telur á­kvörðun yfir­valda um að banna alla í­þrótta­iðkun á höfuð­borgar­svæðinu langt um­fram til­efni og fari gegn meðal­hófi.

Þetta kemur fram í Face­book færslu hjá þing­konunni. Þar tekur hún fram að enn hafi ekki verið birt reglu­gerð að þessu leyti en slík á­kvörðun segir hún að væri glap­ræði.

Hún bendir á að sótt­varna­yfir­völd og töl­fræðingar lýsi því nú yfir að svo virðist vera sem þriðja bylgjan sé á niður­leið.

„Á sama tíma eru fluttar af því fréttir að sótt­varnar­yfir­völd leggi það til við ráð­herra að gefin verði út enn harðari reglu­gerð en fyrir tveimur vikum, nú með þeim hætti að allar í­þróttir verði bannaðar á höfuð­borgar­svæðinu. Keppnis­í­þróttir jafnt sem frí­stunda­í­þróttir, liða­í­þróttir, ein­stak­lings­í­þróttir, í­þrótta­iðkun barna, golf innan­dyra sem utan­dyra. Allar í­þróttir bannaðar!“

Sig­ríður segir að slík á­kvörðun væri ekki í neinu sam­ræmi við það sem sótt­varnar­yfir­völd og sér­fræðingar hafa haldið fram um eðli veirufar­aldursins, til dæmis því sem lúti að börnum.

„Mér finnst það graf­alvar­legt ef halda á börnum frá tóm­stundum (í­þróttir jafnt sem annað) nú í annað sinn svo vikum skipti,“ skrifar þing­konan. Hún segist ætla að óska eftir því að Al­þingi taki til sér­stakrar um­ræðu fyrir­hugaða reglu­gerð sem boðað hefur verið að taki gildi á þriðju­dag.

Sóttvarnaryfirvöld og tölfræðingur lýsa því yfir að svo virðist sem þriðja bylgja sé á leið niður þótt auðvitað sé...

Posted by Sigríður Á. Andersen on Friday, 16 October 2020