Af­staða, fé­lag fanga á Ís­landi, telur að til­lögur starfs­hóps dóms­mála­ráð­herra um að nota reynslu­lausn sem tæki til að stytta l boðunar­lista sé grunn og að ekki hafi verið kannað hvort þær standist stjórnar­skrá og mann­réttinda­sátt­mála.

Til­lögur starfs­hópsins voru kynntar á mánu­daginn var en þar er meðal annars lagt til að reglum um reynslu­lausn verði breytt á þann veg að megin­reglan verði að þeir hljóti reynslu­lausn eftir helming refsi­tímans sem af­plána ekki refsingu fyrir al­var­legt eða að öðru leyti gróft af­brot, eða til­raun til slíks brots. For­maður Af­stöðu, Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, segir í grein sem hann birti á fretta­bladid.is í dag að það skjóti skökku við að ein­blína á eðli af­brota við veitingu reynslu­lausnar.

Dómstóll verði að ákveða lengd refsingar


„Til­gangur reynslu­lausnar er sá að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að far­sælli betrun og að­lögun dóm­þola að sam­fé­laginu,“ segir Guð­mundur. „Fangelsis­mála­stofnun hefur lýst, í bréfi til fanga, hversu al­var­legar og skemmandi á­hrif löng fanga­vist hafi á fanga og fjöl­skyldur. Hags­munir al­mennings liggja í því en ekki að fangar séu svo lengi í fangelsi að þeir komi "skemmdir" út.“

Hann segir þá að álit reyns­li­mikilla lög­mála sé að laga­á­kvæði sem mis­muni föngum með þessum hætti stangist á við stjórnar­skrá Ís­lands. „Í réttar­fari flestra þjóða er hug­myndin sú að einungis dóm­stóll getur á­kveðið að ein­staklingar skuli sæta refsingu með frelsis­skerðingu. Þetta kemur fram í Stjórnar­skrá Ís­lands og í Mann­réttinda­sátt­mála Evrópu,“ segir Guð­mundur og bendir á að dóm­stóll meti allar hliðar af­brots og felli dóm í sam­ræmi við það. Lengd refsingarinnar verði að taki svo mið af því.

„En þá tekur stjórn­sýslan við keflinu og skoðar af­brotið upp á nýtt. Lög­gjöfin um fullnustu refsinga veitir fangelsis­mála­stofnun vald til gera upp á milli fanga eftir eðli af­brota án þess að velta fyrir sér hve­nær ó­hætt sé að veita reynslu­lausn. Eðli af­brotsins ræður því hversu stórt hlut­fall refsingarinnar hver og einn þarf að sitja í fangelsi án til­lits til annarra þátta,“ segir hann.