Fjöldi kórónuveiru smita er sennilegu um tíu sinnum fleiri en opinberar tölur segja. Þetta er mat Angelo Borrelli, yfirmanns almannavarna á Ítalíu. Eins og staðan er núna eru skráð smit á Ítalíu rétt um 64.000 talsins. Aftur móti, þá takmarkast greining smita við þá sem leita sér læknisþjónustu og því er ljóst að þúsundir smita eru enn ógreind.

„Sennilega hefur eitt af hverjum 10 smitum verið skráð,“ segir Borelli. Samkvæmt því ætti heildarfjöldi smita á Ítalíu að vera um 640.000.

Borelli segir jafnframt að skortur á andlitsgrímum og öndunarvélum sé stærsta hindrun Ítala í baráttunni við kórónafaraldurinn. Illa hefur gengið að flytja inn slíkan búnað til landsins frá löndum á borð við Indlandi, Rúmeníu, Rússlandi og Tyrklandi. „Við erum í sambandi við sendiráð í þessara löndum, en ég er hræddur um að engar fleiri grímur séu á leiðinni,“ segir Borelli.   

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru 6.077 látnir á Ítalíu vegna kórónaveirunnar, en Ítalía er með hæstu dánartíðni allra landa. Á heimsvísu eru staðfest smit rúmlega 392 þúsund talsins og hafa rúmlega 17 þúsund manns látið lífið.