Skoða þarf réttar­stöðu nauðungar­vi­staðra og inn­grip í réttindi sjúk­linga á geð­deildum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Um­boðs­manns Al­þingis um OP­CAT-eftir­lit á bráða­geð­deild 32C á geð­deild Land­spítalans á Hring­braut.

Í skýrslunni er bent á að taka þurfi skil­yrði lög­ræðis­laga til skoðunar og meta hvort það þurfi að skýra betur í lögum að nauðungar­vistun á grund­velli and­legrar van­heilsu sé ekki heimil nema geð­sjúk­dómur kalli á slíka frelsis­sviptingu og önnur vægari úr­ræði komi ekki til greina.

Þá kemur einnig fram að taka þurfi skil­yrði lög­ræðis­laga fyrir nauðungar­vistun til skoðunar og að skoða hvort að þörf sé á því að setja nánari reglur um til dæmis máls­með­ferð sýslu­manna í tengslum við nauðungar­vistar, kynningu á réttar­stöðu þeirra sem eru nauðungar­vistuð og ráð­gjöf og stuðning í kjöl­far slíkrar vistunar.

Skýrslan er skrifuð í kjöl­far heim­sóknar starfs­fólks um­boðs­manns Al­þingis á geð­deildina í septem­ber á síðasta ári en auk þeirra þá heim­sótti Anna Kristín Newton, sál­fræðingur, deildina.

Þá er einnig bent á skort á að­komu sjálf­stæðra sér­fræðinga að á­kvörðunum um nauðungar­vistun, það er þeirra sem eru ó­háðir Land­spítalanum.

Útisvæðið við geðdeildina við Hringbraut. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til Landspítalans hvort að hægt sé að útbúa hentugra útisvæði og ef ekki, hvort hægt sé að laga það.
Mynd/Umboðsmaður Alþingis

Þörf á betri gluggum og útisvæði

Í skýrslunni kemur fram að al­mennt sé að­búnaður á bráða­geð­deild góður og snyrti­legur en ýmsum á­bendingum og til­mælum er komið á fram­færi varðandi að­búnað eins og um glugga í hús­næðinu, að­stöðu til úti­vistar, loft­ræstingu, borð­búnað og virkni- og heim­sóknar­her­bergi. Auk þess koma fram á­bendingar um að spítalinn meti hvort að sú iðja og af­þreying sem sjúk­lingum stendur til boða taki mið af þörfum þeirra.

Þá segir enn frekar í skýrslunni að það þurfi að leita leiða til að draga úr bið­listum á lang­tíma­deildir geð­sviðs svo frelsis­svipting sjúk­linga verði ekki meira í­þyngjandi en til­efni sé til hverju sinni. Þá skorti fag­lært starfs­fólk og starfs­manna­velta sé tölu­verð meðal ó­fag­lærðra starfs­manna sem geti komið niður á um­önnun og aukið líkur á að gripið sé til þvingana.

Þá er þeim til­mælum beint til spítalans að endur­skoða reglur og verk­lag innan bráða­geð­deildarinnar sem á að tryggja að sjúk­lingar, og eftir at­vikum að­stand­endur þeirra, fái uppl´sy

Í skýrslunni í­trekar Um­boðs­maður fjölda til­mæla og á­bendinga sem fram komu í skýrslu um Klepp árið 2019. Til að mynda að ekki liggi fyrir skýrar laga­heimildir til að grípa inn í og beita sjúk­linga á geð­heil­brigðis­stofnunum ýmis konar þvingunum sem tíðkast í fram­kvæmd. Á­réttað er að standi vilji stjórn­valda til þess að heimilt sé að beita sjúk­linga á lokuðum geð­deildum ýmsum inn­gripum, þvingunum og valdi þurfi að tryggja að ráð­stafanirnar séu skil­greindar og byggist á við­hlítandi laga­heimildum

Í skýrslunni er að finna myndir af öryggissvæði deildarinnar en umboðsmaður beinir til þeim tilmælum til spítalans að endurskoða svæðið svo að starfsfólk geti komist hratt og örugglega út.
Mynd/Umboðsmaður Alþingis