Telma Líf Ingadóttir er fundin. Stjúpmóðir hennar, Guðbjörg Gunnlaugsdóttir, segir í samtali við Fréttablaðið að systir Telmu hafi rekist á hana á leið upp í sveit til þeirra.

„Þetta gerðist bara fyrir fimm mínútum. Við erum á leið með hana til lögreglunnar. Hún áttar sig ekki sjálf almennilega á því hvað gerðist,“ segir Guðbjörg sem augljóslega er mjög fegin að stjúpdóttir hennar er fundin.

Spurð hvort að það sé í lagi með Telmu segir Guðbjörg að þau muni fara með hana til að láta athuga ástandið á henni.

„Hún ráfaði upp í bæ, upp í sveit til okkar. Við vorum komin á Benidorm að leita að henni og við skiljum ekki alveg hvernig hún endaði þarna, en við eigum eftir að komast að því.

Leitað að henni í sólarhring

Fjölskylda Telmu var komin til Benidorm til að leita að henni en síðast sást til hennar á spítala á Benidorm í gærmorgun. Hún yfirgaf spítalann og skildi alla sína persónulegu muni þar eftir. Fjölskyldan leitaði til lögreglunnar þegar hringt var í þau vegna munanna.

Telma Líf er 18 ára gömul og hefur verið búsett á Spáni með fjölskyldu sinni í tvö ár.

Fréttin hefur verið uppfærð.