Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hefur árás þar sem bif­reið var ekið á hjól­reiða­mann til rann­sóknar. Þetta stað­festir Ás­geir Þór Ás­geirs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn, í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir málið ekki rann­sakað sem um­ferðar­ó­happ.

„Þetta er ekki rann­sakað sem um­ferðar­ó­happ. Það eru til rann­sóknar brota­flokkar sem snúa að því að lífi eða heilsu annarra er stofnað á aug­ljósan hátt til gáska,“ segir Ás­geir.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að fram hefði komið í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu að bif­reið hefði verið ekið á hjól­reiða­mann og bif­reiðin síðan stungið af. Öku­maðurinn þandi bif­reiðina og flautaði áður en hann ók hjól­reiða­manninn niður og yfir hjólið.

Ás­geir segir fjöl­mörg vitni hafa verið til staðar og að lög­reglan viti um hvaða bif­reið er að ræða. Hann segir þó lög­regluna hvorki hafa fundið bif­reiðina, né öku­manninn.