Nýr leið­togi hryðju­verka­sam­takanna sem kenna sig við Íslamskt ríki er Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al-Salbi. Þetta er full­yrt á vef Guar­dian en breski miðillinn segir að minnsta kosti tvær leyni­þjónustu hafi upp­lýsingar um þetta undir höndunum.

Í um­fjöllun miðilsins kemur fram að Salbi hafi verið út­nefndur leið­togi sam­takanna einungis ör­fáum klukku­stundum eftir að hinn al­ræmdi Abu Bakri al-Bag­hdadi var felldur af Banda­ríkja­mönnum í októ­ber.

Þar kemur fram að á þeim þremur mánuðum sem liðið hafi frá dauða al-Bag­hdadi hafi vest­rænar leyni­þjónustur náð að glöggva sig betur á starf­semi sam­takanna. Sam­kvæmt þeim upp­lýsingum er áður­nefndur Salbi í hringa­miðju á­kvarðanna sem teknar eru af for­svars­mönnum hryðju­verka­sam­takanna.

Segir að Salbi sé meðal stofn­aðila sam­takanna. Hann hafi raunar verið í þeim jafn­lengi og al-Bag­hdadi. Allt frá því að sam­tökin töpuðu lands­svæðum sínum í Sýr­landi og Írak hefur starf­semi þeirra farið fram á bak við tjöldin og for­svars­menn sam­takanna farið huldu höfi.

Kemur fram að Salbi rói nú að því öllum árum að styrkja nýja forrustu sam­takanna. Full­yrt er í um­fjöllun Guar­dian að nærrum allir með­limir hennar, utan Salbi, séu ungir að árum og hafi því ekki tekið þátt í starf­semi sam­takanna á fyrstu árum þess í Írak.

Sam­tökin eru sögð eiga langt í land með að endur­heimta fyrri styrk en í frétt Guar­dian er haft eftir hátt settum írökskum Kúrda að á­rásum á vegum sam­takanna fari sí­fellt fjölgandi.

„Tengsla­net þeirra á strjál­býlum svæðum lifa enn góðu lífi, með­limir Isis í Írak fá enn laun og hljóta enn þjálfun í af­skekktustu fjalla­byggðum landsins. Þessi tengsla­net tryggja að sam­tökin lifa enn, þrátt fyrir að hafa verið sigruð í stríði.“

Þetta er myndin sem birt hefur verið af Salbi.