Greint er frá því á vef­síð­unn­i Explor­ers Web að göng­u­fólk á fjall­in­u K2 hafi geng­ið fram á tvö lík fyr­ir ofan búð­ir fjög­ur á fjall­in­u. Tal­ið er að ann­að þeirr­a sé lík ís­lensk­a fjall­göng­u­manns­ins John Snorr­a Sig­ur­jóns­syn­i.

Í byrj­un febr­ú­ar freist­uð­u John Snorr­i, Juan Pabl­o Mohr og Ali Sadp­ar­a þess að gang­a á K2 en voru lýst­ir látn­ir eft­ir að hafa horf­ið á fjall­in­u.

Vef­­síð­­an hef­­ur eft­­ir Garr­­ett Mad­­is­­son sem stadd­­ur er í búð­­um þrjú á fjall­­in­­u, að sherp­ar á sín­um veg­um hafi geng­ið fram á lík­in. „Sherp­­a­t­­eym­­ið hef­­ur fund­­ið tvö lík núna: Ali Sadp­­ar­­a og, þeir hald­­a, John Snorr­­a,“ seg­­ir Mad­­i­­son.

Sherp­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is Mad­is­son fund­u lík göng­u­manns sem klædd­ur var í gul­an og svart­an klæðn­að um 400 metr­um fyr­ir ofan búð­ir fjög­ur. And­lit­ið sner­i nið­ur og var þak­ið ís sem gerð­i erf­itt að bera kennsl á það. Göng­u­mað­ur­inn Juan Pabl­o Mohr var í­klædd­ur í slík­an fat­að en Lína Móey Bjarnadóttir, eig­in­kon­a Johns Snorr­a, hef­ur stað­fest að eig­in­mað­ur snni hafi líka ver­ið klædd­ur í gul­an og svart­an North Face gall­a. Skömm­u síð­ar fannst ann­að lík og stað­fest er að það sé af Sadp­ar­a.

John Snorri ásamt feðgunum Ali og Sajid Ali Sadpara.
Mynd/Facebook