Greint er frá því á vefsíðunni Explorers Web að göngufólk á fjallinu K2 hafi gengið fram á tvö lík fyrir ofan búðir fjögur á fjallinu. Talið er að annað þeirra sé lík íslenska fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssyni.
Í byrjun febrúar freistuðu John Snorri, Juan Pablo Mohr og Ali Sadpara þess að ganga á K2 en voru lýstir látnir eftir að hafa horfið á fjallinu.
Vefsíðan hefur eftir Garrett Madisson sem staddur er í búðum þrjú á fjallinu, að sherpar á sínum vegum hafi gengið fram á líkin. „Sherpateymið hefur fundið tvö lík núna: Ali Sadpara og, þeir halda, John Snorra,“ segir Madison.
Sherpar á vegum fyrirtækis Madisson fundu lík göngumanns sem klæddur var í gulan og svartan klæðnað um 400 metrum fyrir ofan búðir fjögur. Andlitið sneri niður og var þakið ís sem gerði erfitt að bera kennsl á það. Göngumaðurinn Juan Pablo Mohr var íklæddur í slíkan fatað en Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, hefur staðfest að eiginmaður snni hafi líka verið klæddur í gulan og svartan North Face galla. Skömmu síðar fannst annað lík og staðfest er að það sé af Sadpara.
