Samkvæmt nýlegri rannsókn evrópskra vísindamanna telja þeir að tengsl séu milli þarmaflórunnar og alzheimer sjúkdómsins.
Vísindamennirnir kynntu niðurstöður rannsóknarinnar á ráðstefnu í Bretlandi síðastliðinn miðvikudag.
Þetta kemur fram á fréttavef New York post.
Dr. Edina Silajdžić hjá Kings háskólanum í London greindi blóðsýni hjá 68 alzheimersjúklingum og bar saman við hóp heilbrigðra einstaklinga. Blóðsýnin leiddu í ljós að samsetning þarmaflóru sjúklinganna voru með hærri bólgustuðul en heilbrigði hópurinn.
Hún segir það koma mörgum á óvart að þarmaflóran geti haft áhrif á heilbrigði heilans, en fleiri og fleiri gögn benda til þess.
Möguleiki á lækningu í framtíðinni
Þá segir að fyrsta niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að örverur í þörmum heilbrigðra einstaklinga voru ólíkir þeim sem eru með sjúkdóminn.
Önnur niðurstaða sýndi að nagdýr sem höfðu fengið saur í sig frá alzheimersjúklingum stóðu sig verr á minnisprófi en þau dýr sem hefðu ekki fengið neitt.
Að sögn vísindamanna rannsóknarinnar er nú litið á sjúkdóminn sem bólgusjúkdóm. þá sé talið að rannsóknirnar sýni skref í átt að lækningu á Alzheimer í framtíðinni.
Þá ber að athuga að rannsóknirnar eru ekki enn ritrýndar heimildir.