Norska lög­reglan greindi frá því í morgun á blaða­manna­fundi að telji nú að Anne-Elisa­beth Hagen hafi verið myrt.

Nærri átta mánuðir eru frá því að Anne-Elisa­beth hvarf spor­laust af heimili sínu í Fjell­hamar í Lörenskog. Lög­reglan greindi frá því að þau telji ekki að Hagen hafi verið rænt heldur að þau rann­saki nú málið sem morð og að mann­ránið hafi verið sett á svið.

Enginn hefur heyrt í henni frá því að hún hringdi í fjöl­skyldu­með­lim klukkan 9.14 um morguninn þann 31. Októ­ber á síðasta ári. Lög­reglan hefur svo ekkert heyrt í meintum mann­ræningjum frá því í janúar á þessu ári.

Rann­sóknar­lög­reglu­maðurinn Tommy Brøske sem hefur farið fyrir rann­sókninni út­skýrði á fundinum hvers vegna lög­reglan hefur breytt til­gátu sinni. Það er meðal annars vegna tak­markaðs vilja þeirra sem segjast hafa rænt henni til að eiga í sam­skiptum við lög­regluna, skortur á sam­skiptum síðustu þrjá mánuði og skortur á sönnunar­gögnum um að Anne-Elisa­beth sé á lífi

Frá heimili hjónanna í Fjellhamar

Greindu ekki frá hvort einhver væri grunaður

Lög­reglan hafði, hingað til, rann­sakað málið sem mann­rán og að hvati ræningjanna væri peningar, en eigin­maður hennar er í hópi ríkustu manna í Noregi. Brøske sagði að lög­reglan væri ekki búin að úti­loka þann mögu­leika en að þau teldu það ó­lík­legra eftir því sem lengra líður.

Lög­reglan greindi frá því á blaða­manna­fundinum að þau viti hvar pappírinn er fram­leiddur og seldur sem notaður var til að senda fjöl­skyldunni bréf og haft í hótunum við þau. Bréfin fundust á heimili Hagen hjónanna.

Brøske vildi ekki svara því hvort ein­hverjir væru grunaðir um morðið. Alls hefur lög­reglan haldið yfir­heyrslur 250 sinnum, en þar hafa ein­hverjir verið yfir­heyrðir nokkrum sinnum og því heildar­fjöldi þeirra sem hafa verið yfir­heyrðir færri en það.

Kostnaður við rann­sóknina er gífur­legur og óskaði lög­reglu­em­bættið í Austur-Noregi eftir 18 milljónum auka­lega í rann­sóknina í mars. Það sam­svarar um 263 milljónum ís­lenskra króna. Þau bíða enn svara frá ríkis­lög­reglu­stjóra. Auka­kostnaður við rann­sóknina þar til í mars hafði verið um 9 milljónir norskra króna og er talið að auka­kostnaður frá janúar til júní sé um 15 milljónir norskra króna.

Greint er frá á Aften­posten.