Á myndinni sem var tekin þann 11. febrúar af Yongdoktong-svæðinu sjást nýbyggingar og telja bandarísk stjórnvöld að frá þeim liggi göng að vopnageymslunum.

Samkvæmt heimildum CNN hafa bandarísk stjórnvöld fylgst vandlega með framkvæmdum á Yongdoktong-svæðinu á grundvelli þess að grunur léki á að þar yrðu kjarnorkuvopn Norður-Kóreu geymd.

Samkvæmt sömu heimildum bíða bandamenn Bandaríkjanna eftir ákvörðun nýkjörins forseta, Joes Biden, þegar kemur að Norður-Kóreu og vopnakapphlaupi þeirra.