Mygla og rakaskemmdir hafa verið staðfestar í tveimur grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar eru til skoðunar hvort vatnsleki í tveimur öðrum skólum hafi leitt til mygli. Til stendur að fara í heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar í sumar til þess að skoða leka sem vafi leikur á. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV þar sem rætt var við Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 

Sjá einnig: Álmu í Breiðholtsskóla lokað vegna myglu

Að sögn Helga eru nú þegar byrjaðar framkvæmdir í Breiðholdsskóla, þar sem verið er að hreinsa leka og stöðva myglu en búið er að loka einni álmu skólans. Þá er athugun í Ártúnsskóla og Seljaskóla í kortunum. Segir Helgi niðurskurðinn eftir hrun skýri stöðuna.

 „Það vantaði fjármagn til að fara í nauðsynlegt viðhald. Það var sparað, það var verið að halda úti starfi með börnunum, ekki skera niður starfsmannahaldið, þetta var fyrstu árin eftir hrun en núna er komið mun meira fjármagn til að fara í viðhald þannig eins og ég segi við komumst þangað,“ sagði Helgi í kvöldfréttum. 

Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um ástand Fossvogsskóla, en tekin var ákvörðun á sunnudaginn í síðustu viku að loka skólanum eftir að skoðun og sýnataka í skólanum leiddi í ljós að raka-og loftgæðavandamál voru til staðar í skólanum. Bæði nemendur og starfsfólk höfðu kvartað undan einkennum vegna þessa.