And­lát sem talið er að gæti tengst bólu­setningu með bólu­efni Pfizer gegn Co­vid-19 hefur nú verið til­kynnt í Nýja-Sjá­landi en sjálf­stæð eftir­lits­nefnd um öryggi bólu­efna komst að þeirri niður­stöðu að um­ræddur ein­stak­lingur hafi lík­lega látist af völdum hjarta­vöðva­bólgu í kjöl­far bólu­setningar.

Málið er nú til rann­sóknar en hjarta­vöðva­bólga er talin vera mjög sjald­gæf auka­verkun bólu­setningar með mRNA bólu­efnum, það eru bólu­efni Pfizer og Moderna. Umrædd aukaverkun er samkvæmt Lyfjastofnun Evrópu algengari meðal ungra karlmanna.

Að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða konu en ekki hefur verið greint frá aldri hennar eða nafni.

Þrátt fyrir að það sé talið lík­legt að hjarta­vöðva­bólga hafi dregið hana til dauða hefur dánar­or­sök ekki verið gefin út opin­ber­lega og er mögu­legt að aðrar læknis­fræði­legar á­stæður hafi spilað inn í.

Önnur til­felli and­láts í kjöl­far bólu­setningar hafa verið til­kynnt í Nýja-Sjá­landi en þetta er í fyrsta sinn sem mögu­legt or­saka­sam­hengi hefur fundist. Heil­brigðis­yfir­völd í landinu mæla þó enn heils­hugar með bólu­setningu en um 23 prósent þjóðarinnar eru nú full­bólu­sett.