Grípa þarf til miklu víð­tækari að­gerða í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku til að stemma stigu við út­breiðslu kórónu­veirufar­aldursins. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem 250 sér­fræðingar hafa sent frá sér. Í hópnum eru meðal annars far­sótta­fræðingar og læknar.

Hópurinn telur að gera þurfi gang­skör að því að fleiri gangist undir CO­VID-19-próf. Öðru­vísi verði ekki hægt að varpa ljósi á út­breiðslu far­aldursins sem að líkindum er stór­lega van­metin.

Í frétt Guar­dian kemur fram að hópurinn bendi einkum á Bólivíu, Mexíkó og Venesúela. Sam­kvæmt tölum Johns Hop­kins-há­skólans í Baltimor­e, sem heldur utan um tölur um stað­fest smit, eru að­eins 166 stað­fest til­vik komin upp í Venesúela, 210 í Bólivíu og tæp­lega 2.800 í Mexíkó.

Það er Enriqu­e Acosta, vísinda­maður við Max Planck-stofnunina í Þýska­landi, sem fer fyrir hópnum. Hann segir að þær að­gerðir sem þegar hefur verið gripið til, sam­komu­bann og jafn­vel út­göngu­bann, dugi skammt ef ekki tekst að greina smitin og rekja þau.

Þá er bent á það í bréfinu að inn­viðir margra ríkja í Mið- og Suður-Ameríku séu veikir og hlut­fall ein­stak­linga með undir­liggjandi sjúk­dóma sé til­tölu­lega hátt. Segist hópurinn átta sig á því að um­fangs­mikil skimun og prófun geti verið kostnaðar­söm. Sá kostnaður sé þó lítill í stóra sam­henginu.