Byrjað er að skipa í starfshóp til að rannsaka tíðaraskanir í kjölfar bólusetningar, segir Alma Möller landlæknir í skriflegu svari við Fréttablaðið. ,,Ætla má að athugunin taki einhverjar vikur hið minnsta," segir hún.
Starfshópurinn verði líklega samsettur af þremur til fjórum óháðum sérfræðingum, meðal annars á sviði kvensjúkdóma-, fæðinga- og blóðstorkufræða.
Landlæknir og forstjóri Lyfjastofnunar ræddu málin fyrr í vikunni og sammæltust um mikilvægi þess að framkvæma rannsókn með því markmiði að geta veitt konum svör og ráðleggingar.
Alma segist hafa móttekið erindi frá Rebekku Ósk Sváfnisdóttir fyrir hönd kvenna sem hafa upplifað tíðaröskun í kjölfar bólusetninga þar sem farið var fram á rannsókn í því máli.