Arnar Páls­son, erfða­fræðingur og prófessor í líf­upp­lýsinga­fræði við Há­skóla Ís­land virðist ekki hafa miklar á­hyggjur af því að mögu­legar stökk­breytingar á kórónóna­veirunni sem breiðist nú um heiminn geri hana hættu­legri en hún er nú þegar. Þetta má lesa úr grein hans sem birtist á Vísinda­vefnum í morgun.

Eins og Arnar bendir á grein sinni, eiga hug­myndir margra um stökk­breytingar upp­runa sinn í vísinda­skáld­skap, svo sem kvik­myndunum um X-mennin. Þar er fjallað um ein­stak­linga sem fá mikla og sér­staka hæfni í kjöl­far stökk­breytinga.

„Í raun­veru­leikanum eru stökk­breytingar yfir­leitt mun vægari. Orðið stökk­breyting er því í raun mis­vísandi þar sem það gefur til kynna að rót­tækar breytingar verði á eigin­leikum líf­vera. Stað­reyndin er sú að að­eins ör­lítill minni­hluti breytinga á erfða­efni veldur stökkum í út­liti, háttum eða hæfni líf­vera,“ segir Arnar.

Þrjár tegundir stökkbreytinga

Sam­kvæmt Arnar eru til þrjár gerðir stökk­breytinga:

  1. Já­kvæðar stökk­breytingar. Þær eru sjald­gæfustu tegundir stökk­breytinga. Þær geta valdið því að ein­staklingar sem þær bera lifa lengur og fjölga sér hraðar. Á endanum gæti stökk­breytingin tekið yfir, þ.e. allur stofninn borið hana.
  2. Nei­kvæðar stökk­breytingar. Þær hafa nei­kvæð á­hrif á hæfni þess sem hana ber, meðal annars með því að raska mikil­vægum genum. Nei­kvæðar stökk­breytingar eru mun al­gengari en þær já­kvæðu. Hins vegar ná þær yfir­leitt ekki mikilli út­breiðslu vegna þess að þeir ein­staklingar sem hana bera hafa fyrir vikið skerta getu til að fjölga sér.
  3. Hlut­lausar stökk­breytingar. Þær eru al­gengastar. Um þær segir Arnar:

„[Hlut­laus] stökk­breyting hefur hvorki nei­kvæð né já­kvæð á­hrif á hæfni ein­stak­lings sem ber hana. Flestar stökk­breytingar sem ná ein­hverri tíðni í stofni (meira en 0,1%) eru af þessari gerð. Slíkar breytingar geta náð um­tals­verðri tíðni í stofni, og hluti þeirra nær 100% tíðni sem þýðir að allir ein­staklingar eru arf­hreinir um frá­vikið.“

Jón Gunnar Þor­steins­son, rit­stjóri Vísinda­vefsins, virðist taka í sama streng. Í til­kynningu til fjöl­miðla segir hann ekki á­stæðu til að óttast stökk­breytingar á kóróna­veirunni, þar sem slíkar stökk­breytingar yrðu lík­legast hlut­lausar.

„Það er frekar ó­lík­legt að stökk­breytingar leiði til þess að [kóróna­veiran] verði hættu­legri, “ segir Jón.

Lesa má grein Vísindavefsins hér.