Bæjarráð Árborgar segir hættur felast í frumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um sameiningu níu sýslumannsembætta undir einum hatt.

„Vill bæjarráð benda á að ákveðin hætta sé fyrir hendi, í ljósi sögunnar, að umfang starfstöðva á landsbyggðinni minnki með tímanum með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þá verður ekki séð með afdráttarlausum hætti hvernig því markmiði að styðja við byggðarþróun verður náð fram með frumvarpinu,“ segir bæjarráðið sem þó bendir á að Sveitarfélagið Árborg sé ákjósanleg staðsetning fyrir aðsetur sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins.