Kórónu­veiru­smitum hefur fjölgað hratt á Austur­landi síðustu daga en tæp­lega 30 ný smit hafa greinst síðast­liðna tvo sólar­hringa, flest í Fjarða­byggð.

Í til­kynningu frá að­gerða­stjórn á Austur­landi kemur fram að smitin séu dreifð. Er það mat að­gerða­stjórnar að úti í sam­fé­laginu séu smit hjá ein­stak­lingum sem ekki hefur ein­kenni og er því ekki með­vitað um að það sé smitað og geti smitað aðra. Hvetur að­gerða­stjórn fólk til að fara í sýna­töku í dag og næstu daga til að kort­leggja mögu­lega út­breiðslu veirunnar.

Bent er á að í morgun hafi verið stór sýna­taka á Reyðar­firði og nú standi yfir sýna­taka á Eski­firði. Vonast er til að mæting verði góð og ættu niður­stöður úr sýna­töku dagsins að liggja fyrir seint í kvöld eða fyrra­málið. Verður önnur til­kynning frá að­gerða­stjórn send út þegar þær upp­lýsingar liggja fyrir.

Í ljósi stöðunnar fyrir austan verður gripið til á­fram­haldandi lokana í Leik­skólanum Lyng­holti og Eski­fjarðar­skóla auk þess sem Grunn­skóla Reyðar­fjarðar verður lokað.