Mögulegt er að eldflaugarnar sem lentu í Póllandi í gær og bönuðu tveimur hafi komið frá Úkraínu. Þar hafði loftskeytum einnig verið skotið til að svara gífurlegri loftárás Rússa á landi í gær. Á vef Reuters og AP er það haft eftir þremur bandarískum embættismönnum sem ekki vildu láta nafns síns getið.

Forseti Bandaríkjanna segir ólíklegt að loftskeytið hafi komið frá Rússlandi. Loftskeytið féll til jarðar nærri landamærum Úkraínu eða um sex kílómetrum frá landamærunum. Kallað var til neyðarfundar meðal G7 og NATO ríkja í gær vegna málsins en Pólland er NATO ríki og ef að eldflaugarnar væru frá Rússlandi hefði það getað kallað á alvarlegri viðbrögð frá NATO ríkjum. Rússar hafa neitað að eiga eldflaugarnar og að hafa skotið þeim að Póllandi.

Mennirnir tveir sem létust þegar loftskeytið féll til jarðar voru við vinnu í verksmiðju sem það lenti ofan á.