Talið er að Vla­dí­mír Pútín Rúss­lands­for­seti muni senda Vestur­löndum „dóms­dags­við­vörun“ næsta mánu­dag, 9. maí, er Rússar fagna 77 árum frá sigri Sovét­manna á nas­istum í síðari heims­styrj­öldinni, að sögn Reu­ters.

Talið er að Pútín muni halda ræðu á Rauða torginu í Moskvu frammi fyrir fylktu liði her­manna, skrið­dreka, her­flug­véla og lang­drægra skot­flauga. Að sögn varnar­mála­ráðu­neytis Rússa munu her­þotur og Tu-160 sprengju­flug­vélar fljúga yfir Dóm­kirkju heilags Basils á­samt „dóms­dags“ yfir­herflug­vélinni Il-80 sem mun sjást á slíkum við­burði í fyrsta sinn síðan 2010.

Ef svo fer að Rúss­land efni til kjarn­orku­stríðs mun sú flug­vél verða hreyfan­leg stjórn­stöð Rúss­lands­for­seta og hæst­ráðandi yfir­manna rúss­neska hersins. Flug­vélin er búin há­tækni­legum búnaði en ná­kvæmar upp­lýsingar um hana eru hernaðar­leyndar­mál.

Pútín hefur reglu­lega líkt stríðinu í Úkraínu við stríði Sovét­ríkjanna gegn Þýska­landi nas­ismans í síðari heims­styrj­öldinni en Vestur­lönd hafa hafnað þeirri orð­ræðu sem þvælu og sakað Rússa um til­efnis­laus grimmdar­verk í kjöl­far inn­rásarinnar.

Ýmsir hafa velt vöngum yfir því að Pútín gæti gripið tæki­færið á sigur­daginn 9. maí til að lýsa form­lega yfir stríði gegn Úkraínu eða stig­magna á­tökin á annan hátt.

„Að öllum líkindum mun Pútín þá lýsa yfir stríði, þótt hann sé búinn að vera í stríði í yfir tvo mánuði, til þess að geta þvingað fram her­kvaðningu,“ sagði Óskar Hall­gríms­son fyrr í vikunni.

*Tölurnar ná ekki samtals 40 þúsund því inn í þær vantar herlið sem starfar á vefnum, í geimnum, í sjó og í lofti. Heimild Nato, Financial Times.
Fréttablaðið/Graphic News

Pútín hefur einnig haldið á­fram að hóta mögu­legri árás á aðildar­ríki At­lants­hafs­banda­lagsins, eitt­hvað sem myndi án efa virkja 5. grein NATO-samningsins þar sem því er lýst að árás á eitt banda­lags­ríki jafn­gildi árás á þau öll og gæti greitt leiðina fyrir heims­styrj­öld.

Varnar­við­búnaður NATO-ríkjanna á eystri væng sam­bandsins, frá Eystra­salts­löndunum í norðri niður til Búlgaríu og Svarta­hafs í suðri, saman­stendur í dag af um 330.000 her­mönnum. Inni í þeim fjölda eru herir aðildar­ríkjanna á­samt liðs­auka frá Vestur-Evrópu, Banda­ríkjunum og Kanada. Til við­bótar við fót­göngu­liða eru hátt í 130 NATO-her­flug­vélar í við­bragðs­stöðu og um 150 her­skip sinna sjó­gæslu, sam­kvæmt upp­lýsingum The Financial Times.