Donald Trump, fyrrum Banda­ríkja­for­seti, varð valdur að því, með full­yrðingum um kosninga­svindl, að æstur múgur réðst inn í þing­húsið þann 6. janúar í fyrra, að mati þing­nefndar.

Fyrsti opni fundur nefndarinnar hófst á fimmtu­dag. Í henni sitja þing­menn full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings. Nefndinni var falið að rann­saka at­burða­rás dagsins 6. janúar, en þann dag átti að stað­festa kjör Joe Biden sem for­seta.

Fimm létust í á­rásinni eða í kjöl­far hennar.

Repúblíkaninn Liz Chen­ey á sæti í nefndinni. Segir hún að 6. janúar hafi Trump ætlað að halda á­fram að vera for­seti, þrátt fyrir að hafa tapað for­seta­kosningunum lög­lega. Hún sagði að Trump væri enn að reyna að sann­færa fólk um að kosningunni hafi verið stolið, jafn­vel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi.

Næsta mánuðinn mun þing­nefndin halda sex fundi til þess að kynna niður­stöður úr næstum árs langri rann­sókn um at­burða­rás á­rásarinnar þann 6. janúar.