„Á­stæða þessa dráttar er ein­fald­lega fjöldi um­sókna sem eru til með­ferðar. Við vorum með um 55 þúsund greiðslu­þega um síðustu mánaða­mót en hvorki mönnun stofnunarinnar né tölvu­kerfin eru miðuð við þennan fjölda,“ segir Unnur Sverris­dóttir, for­stjóri Vinnu­mála­stofnunar við Frétta­blaðið.


Veru­lega hefur dregist fyrir marga að fá greiddar at­vinnu­leysis­bætur hjá Vinnu­mála­stofnun. Sér­stak­lega virðist það hafa tafist hjá verk­tökum og hafa margir verið nánast alveg tekju­lausir síðan sam­komu­bann var sett á 16. mars síðast­liðinn. Margir sem sendu snemma inn umsókn hafa enn ekki fengið greitt.


Vinnu­mála­stofnun höfðu borist 10.288 um­sóknir um at­vinnu­leysis­bætur þann 15. maí frá því að sam­komu­banninu var komið á. Þar af voru 2.992 um­sóknir frá sjálf­stætt starfandi ein­stak­lingum. „Við höfum unnið dag og nótt og verðum bara að biðja fólk að virða það við okkur hvaða tíma þetta hefur tekið. Engum þykir það jafn leitt og starfs­fólki Vinnu­mála­stofnunar,“ segir Unnur í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.


„Okkur hefur miðað á­gæt­lega að af­greiða um­sóknir frá sjálf­stætt starfandi ein­stak­lingum þessa viku. Við teljum að allir muni verða búnir að fá greitt í þeirri næstu,“ segir hún að lokum.

Unnur Sverris­dóttir, for­stjóri Vinnu­mála­stofnunar.
Vinnumálastofnun