Búist er við því að fyrir lok maí 2020 hafi lík­lega um 1000 manns á Ís­landi verið greindir með CO­VID-19, en talan gæti náð rúm­lega 2000 manns skv. svart­sýnustu spá. Þetta kemur fram í spá­líkan sem vísinda­menn frá Há­skóla Ís­lands, Em­bætti Land­læknis, og Land­spítala gerðu um lík­lega þróun CO­VID-19 far­aldursins á Ís­landi. Alls hafa 330 manns nú greinst með CO­VID-19 kórónu­veiruna hér á landi sam­kvæmt tölum sem birtust á vefnum Co­vid.is í dag.

Hópurinn kynnti fyrstu niður­stöður úr lógitísku spá­líkani á upp­lýsinga­fundi með al­manna­vörnum í gær en niður­stöðurnar eru nú að­gengi­legar á veg Há­skóla Ís­lands. Sóttvarnalæknir kallaði hópinn saman í von um að spálíkanið gæti nýst við ákvarðanatöku um viðbrögð og skipulag í heilbrigðisþjónustu.

Búist er við að fjöldi greindra ein­stak­linga með virkan sjúk­dóm nái há­marki á fyrstu vikum apríl, og verði senni­lega um 600 manns, en gæti náð 1200 manns skv. svart­sýnustu spá. Á meðan að far­aldurinn gengur yfir er búist við því að um 60 manns muni þarfnast að­hlynningar í inn­lögn á sjúkra­húsi, en gæti náð rúm­lega 200 manns skv. svart­sýnustu spá.

Telja að 11 einstaklingar muni veikjast alvarlega

Mesta álag á heil­brigðis­þjónustu vegna sjúkra­hús­inn­lagna verður um eða eftir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 40 ein­staklingar geti verið inni­liggjandi, en svart­sýnasta spá er 120 ein­staklingar. Þá er búist við því að um 11 ein­staklingar veikist al­var­lega, þ.e. þarfnist gjör­gæslu, á tíma­bilinu en svart­sýnasta spá er 50 ein­staklingar.

Alls hafa 330 manns nú greinst með CO­VID-19 kórónu­veiruna hér á landi sam­kvæmt tölum sem birtust á vefnum Co­vid.is í dag.

Á vef Há­skólans kemur fram að greiningar­vinnan mun halda á­fram og spá­líkanið verður upp­fært reglu­lega með nýjum upp­lýsingum.

„Hafa ber í huga að vegna fá­mennis geta tölurnar um fjölda greindra til­fella breyst mikið frá degi til dags sem hefur á­hrif á niður­stöður spá­líkansins. Líkanið verður þó stöðugra eftir því sem á líður,“ segir á vef HÍ.