Manna­nafna­nefnd hefur birt nýja úr­skurði um um­sóknir um ný nöfn er borist hafa nefndinni. Ýmis ný nöfn hafa því bæst við ís­lensku nafna­flóruna en einu nafni var hafnað.

Karl­kyns eigin­nöfnin Óríon, Dylan og Mat­heo voru til að mynda sam­þykkt ásamt kven­kyns eigin­nöfnunum Telekía og Ást­marý.

Eigin­nafninu Ýdu var hins vegar hafnað því það taldist ekki sam­ræmast al­mennum ritreglum ís­lensks máls.

Þá voru kyn­hlut­lausu eigin­nöfnin Ragn og Norður sam­þykkt og þeim bætt við manna­nafna­skrá.

Karl­kyns eigin­nafnið Eld­hamar var einnig sam­þykkt en tekið af lista yfir milli­nöfn sam­hliða.

Heildar­lista yfir nöfnin má sjá hér að neðan en úr­skurði manna­nafna­nefndar má finna á vef Stjórnar­ráðsins.

Sam­þykkt nöfn

  • Dy­lan (kk.)
  • Eld­hamar (kk.)
  • Mat­heo (kk.)
  • Óríon (kk.)
  • Ást­marý (kvk.)
  • Lucy (kvk.)
  • Telekía (kvk.)
  • Ragn (kyn­hlut­laust)
  • Norður (kyn­hlut­laust)

Nöfn sem var hafnað

  • Ýda (kvk.)