„Eina sem ég hef gert er að kalla eftir breytingum á vinnu­brögðum. Ég hef ekki kallað eftir af­sögn eða slíku og enginn í raun kallað eftir henni, segir Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR um af­sögn Drífu Snæ­dal, for­seta ASÍ.


Ragnar hafði ekki heyrt af af­sögninni þegar Frétta­blaðið hafði sam­band en segir að hún komi sér ekki á ó­vart. Drífa hafi talað um að hún myndi til­kynna með haustinu hvort hún gæfi kost á sér á­fram eða ekki.

„Þeir verka­lýðsa­foringjar sem hafa verið hvað mest á­berandi í um­ræðunni og orð­ræðunni hafa gagn­rýnt vinnu­brögð Al­þýðu­sam­bandsins og for­seta þess. Þá kannski út frá upp­lýsinga- og sam­skipta háttum,“ segir Ragnar Þór. Það sé al­gjört grund­vallar­at­riði að sam­starfið gangi vel hjá heildar­sam­stökunum og það sé bæði traust og gott sam­tal þar á milli.


Hann svarar því neitandi að­spurður hvort hann taki yfir­lýsinguna og orð Drífu um sam­skipta­örðug­leika og blokka­myndun til sín.


„Ég átta mig ekki alveg á hvað hún á við með sam­skiptum við kjörna full­trúa. Ætli það sé ekki kannski frekar sam­skipta­örðug­leikar sem hafa verið á milli kjörinna full­trúa stærstu fé­laganna. Það hefur verið gagn­rýni höfð uppi um vinnu­brögð og ýmis­legt annað,“ segir Ragnar og bætir við:


„Það er ekkert bara ég sem hef gagn­rýnt þetta. Heldur kannski bara flestir sem ég hef unnið með innan hreyfingarinnar, meðal annars for­maður Eflingar, Vil­hjálmur Birgis­son upp á Skaga, Hörður Guð­brands­son í Grinda­vík, Eiður fyrir norðan og Aðal­steinn á Húsa­vík.“