„Covid lýkur ekki fyrr en því er lokið í öllum heiminum. Ég er margbúinn að tyggja þetta en það er eins og menn telji það hér á Íslandi að það sé nóg að hefta útbreiðsluna hér og þá sé Covid lokið. Það er bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á fundi Almannavarna í morgun.

„Það er nokkuð ljóst að ef við ætlum að hafa litlar takmarkanir innanlands þá þurfum við að hafa góð tök á landamærunum. Annars fáum við veiruna bara aftur inn og útbreiðslu.“

Þórólfur sagði að almenningur þyrfti að horfast í augu við að eðlilegt líf, eins og við þekktum það fyrir Covid, er ekki á sjóndeildarhringnum næstu vikurnar.

„Hvursu lengi þurfum við að búa við slíkt? Ég held að það geti verið, í einhverri mynd, í marga mánuði í viðbót. Við þurfum bara að koma því í kring að það sé sem minnst íþyngjandi fyrir alla,“ sagði hann.

„Við þurfum virkilega að horfast í augu við það að þetta er ekki bara nokkurra vikna barátta sem lýkur svo og við getum tekið upp fyrra líf. Það er að mínu mati óskynsamlegt að hugsa þannig. Þetta er lengri barátta en svo.“

Ekki rétt að miða við dauðsföll

Þór­ólf­ur ætl­ar að send­a heil­brigð­is­ráð­herr­a minn­is­blað um til­lög­ur um sótt­varn­a­að­gerð­ir inn­an­lands. Hann sagði að upp­lýs­ing­ar frá Ísra­el, þar sem stór hlut­i þjóð­ar­inn­ar er ból­u­sett­ur með ból­u­efn­i Pfiz­er, bend­a til þess að virkn­i ból­u­efn­a gegn Delt­a-af­brigð­in­u væri minn­i þó þau virð­ist veit­a góða vernd gegn al­var­leg­um veik­ind­um. Það er af­brigð­ið sem veld­ur flest­um smit­um hér en flest þeirr­a sem smit­ast hafa und­an­far­ið eru full­ból­u­sett, flest með ból­u­efn­i Jans­sen.

Þórólfur sagði að hann hefði engin gögn erlendis frá um hlutfall bólusettra sem hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna veikinda eða látið lítið. „Þeir hafa ekki sjálfir gefið það út þannig að við getum ekki nálgast þær upplýsingar. Það eru upplýsingar að koma um aukningu á alvarlegum sjúkdómseinkennum. Ég held að það sé ekki rétt að miða við dauðsföll. Það er bara lítill hluti sem deyr en það er stór hluti sem veikist alvarlega án þess að deyja,“ sagði hann. „Þetta er þróun sem er að gerast núna í rauntíma.“