Barbora Nováková hljóp á tímanum 3:00:40, samkvæmt tilkynningu Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Hún var því fjórum mínútum á undan Hólmfríði J. Aðalsteinsdóttur, sem kláraði hlaupið á 3:04:43 og varð þar með Íslandsmeistari, því maraþonið er jafnframt Íslandsmótið í maraþoni.

Lidya Orozco Medina frá Spáni lenti í þriðja sæti, en hún hljóp á tímanum 3:08:48. Melkorka Árný Kvaran lenti í öðru sæti á Íslandsmeistaramótinu með tímanum 3:23:32 og Andrea Hauksdóttir í því þriðja, en hljóp á tímanum 3:26:24.