Hana Horka, þekktur þjóð­laga­söngvari frá Tékk­landi, lést af völdum Co­vid-19 eftir að hafa smitast vís­vitandi af veirunni einungis tveimur dögum eftir að hún greindi frá því að hún væri á batavegi.

Sonur hennar Jan Rek segir við Pragu­e Morning að móðir sín hafi orðið sér út um smit vís­vitandi til að fá að­gang að tón­leika­stöðum eftir að hann og faðir hans greindust jákvæðir.

Rek og faðir hans eru full­bólu­settir en Hana var það ekki. Hún var 57 ára að aldri er hún lést.

„Ég er mjög á­nægð með það því með þessum hætti get ég lifað „frjálsu“ lífi eins og allir aðrir, farið aftur í bíó, í frí, í gufu­bað, í leik­hús“, skrifaði Horka þegar hún greindi frá smitinu á sam­fé­lags­miðlum. Tveimur dögum síðar var hún látin.

„Hún á­kvað að lifa lífinu með eðli­legum hætti með okkur og kaus fremur að smitast en láta bólu­setja sig“, segir sonur hennar. Hann kennir þeim sem talað hafa gegn bólu­setningum um dauða móður sinnar.

„Þið tókuð móður mína, sem byggði allar sínar hug­myndir á ykkar. Ég fyrir­lít ykkur, þið eru al­gjör úr­hrök“, skrifar hann á Face­book. „Ég veit ná­kvæm­lega hverjir höfðu á­hrif á hana...Það hryggir mig að hún skyldi trúa ó­kunnugum fremur en raun­veru­legri fjöl­skyldu sinni.“