Hana Horka, þekktur þjóðlagasöngvari frá Tékklandi, lést af völdum Covid-19 eftir að hafa smitast vísvitandi af veirunni einungis tveimur dögum eftir að hún greindi frá því að hún væri á batavegi.
Sonur hennar Jan Rek segir við Prague Morning að móðir sín hafi orðið sér út um smit vísvitandi til að fá aðgang að tónleikastöðum eftir að hann og faðir hans greindust jákvæðir.
Rek og faðir hans eru fullbólusettir en Hana var það ekki. Hún var 57 ára að aldri er hún lést.
„Ég er mjög ánægð með það því með þessum hætti get ég lifað „frjálsu“ lífi eins og allir aðrir, farið aftur í bíó, í frí, í gufubað, í leikhús“, skrifaði Horka þegar hún greindi frá smitinu á samfélagsmiðlum. Tveimur dögum síðar var hún látin.
„Hún ákvað að lifa lífinu með eðlilegum hætti með okkur og kaus fremur að smitast en láta bólusetja sig“, segir sonur hennar. Hann kennir þeim sem talað hafa gegn bólusetningum um dauða móður sinnar.
„Þið tókuð móður mína, sem byggði allar sínar hugmyndir á ykkar. Ég fyrirlít ykkur, þið eru algjör úrhrök“, skrifar hann á Facebook. „Ég veit nákvæmlega hverjir höfðu áhrif á hana...Það hryggir mig að hún skyldi trúa ókunnugum fremur en raunverulegri fjölskyldu sinni.“