Tekjur Rússa af sölu á jarðefnaeldsneyti hafa aukist gríðarlega frá því að Pútín hóf innrás sína í Úkraínu, í lok Febrúar. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í útflutningi þá hafa rússneskir olíuframleiðendur tvöfaldað tekjur síðan á síðastliðnum tveimur mánuðum. Þeir njóta góðs af hækkandi heimsmarkaðsverði á jarðefnaeldsneyti sem vegur upp á móti minnkandi eftirspurn.

Verðhækkanirnar koma meðal annars til vegna innrásar Rússa í Úkraínu en Covid-19 heimsfaraldursins hefur líka ýtt undir hækkandi verðlag. Rannsóknarstofnun á sviði orkumála- og mengunarrannsókna (e. Centre for Research on Energy and Clean Air) greindi frá því fyrr í dag að Rússland hefur samtals fengið 62 milljarða evra í sinn hlut fyrir útflutning á jarðgasi, olíu og kolum. Þar af koma rúmlega 44 milljarðar evra frá ríkjum Evrópusambandsins.

Niðurstöður skýrslunnar sýna svart á hvítu það mikla heljartak sem Rússland hefur á orkubúskap Evrópu. Þrátt fyrir fjölmargar refsiaðgerðir og tilraunum til þess að draga úr orkuviðskiptum við Rússland án meiriháttar efnahagslegra afleiðinga, halda tekjur Rússlands áfram að aukast.

Á breska fréttamiðillinn The Guardian er haft eftir Lauri Myllyvirta, sérfræðingi á vegum rannsóknarstofnunarinnar, að stór hluti af útflutningstekjunum af orkusölunni renni beint til rússneska ríkisins og fjármagni að miklu leyti stríðsvél Pútíns. Þá segir hún að þjóðir sem halda áfram að flytja inn jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi séu að vissu leyti samsek hroðaverkunum sem framin eru í Úkraínu af rússneska hernum.

Samkvæmt skýrslunni er Þýskaland er langstærsti innflutningsaðilinn og greiddi Rússlandi níu milljarða evra fyrir umrætt tímabil. Holland og Ítalíu fluttu einnig mikið magn eldsneytis inn og greiddu hvor um sig 6,8 og 5,6 milljarða evra.