Forvitnilegt er að skoða listann yfir bílaframleiðendum heims eftir veltu og stöðu þeirra á listanum yfir stærstu fyrirtæki heims hvað tekjur varðar. Tveir bílaframleiðendur heims verma 9. og 10. Sæti listans en það eru Volkswagen í 9. sæti og Toyota í 10. sæti. Velta Volkswagen Group í fyrra nam 33.950 milljörðum króna í fyrra en Toyota 33.250 milljörðum og því munar sáralitlu á fyrirtækjunum tveimur.

Í þriðja sæti er svo Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og Smart en það er í 18. sæti listan í heild. Þar á eftir koma svo Ford (30. sæti í heild), General Motors (32), Honda (34), SAIC Motor frá Kína (39), BMW (53), Nissan (66) og Dongfeng Motor frá Kína (82) fyllir lista 10 stærstu bílaframleiðendanna.

Reyndar eru þrír aðrir bílaframleiðendur sem ná inná lista 100 stærstu fyrirtækja heims í veltu því SAW framleiðandinn kínverski er í 87. sæti listans, Hyundai í 94. sæti og Peugeot í 96. sæti listans. Því eru alls 13 bílafyrirtæki meðal 100 stærstu fyrirtækja heims og sýnir það hversu bílamarkaður heims veltir miklu í viðskiptaheiminum.