Lög­reglan á Suður­nesjum hand­tók um síðast­liðna helgi er­lendan karl­mann í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­sonar eftir að grunur vaknaði hjá toll­vörðum að við­komandi hefði fíkni­efni með­ferðis.

Við frekari skoðun á far­angri mannsins fundust fíkni­efni falin í ferða­tösku, 1 kg af meintu kókaíni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum.

Lög­reglan hand­tók manninn sem var svo úr­skurðaður í gæslu­varð­hald í kjöl­farið.

Sam­kvæmt lög­reglunni er rann­sókn málsins er á frum­stigi.