Öku­maður grunaður um akstur undir á­hrifum fíkni­efna var tekinn úr um­ferð í nótt af lög­reglunni á Suður­nesjum, annan daginn í röð. Maðurinn reyndist vera með hníf, hnúa­járn og lyf í bif­reið sinni.

Sýna­tökur stað­festu neyslu fíkni­efna. Þá fundust fíkni­efni í fórum mannsins daginn áður.

Þetta kemur fram í upp­lýsingum frá lög­reglunni á Suður­nesjum.

Tveir öku­menn til við­bótar voru grunaðir um akstur undir á­hrif fíkni­efna. Annar þeirra hafði áður verið sviptur öku­réttindum ævi­langt. Hann reyndist vera með kanna­bis­efni og neyðar­blys í bif­reið sinni.

Lög­reglan á Suður­nesjum leitaði að manni við gos­stöðvar við Fagra­dals­fjall fyrr í vikunni. Tveir ferða­menn höfðu verið saman á svæðinu og annar þeirra skilaði sér ekki aftur á bíla­stæðið við fjallið. Eftir þriggja klukku­stunda bið fé­lagans var haf sam­band við lög­reglu.

Maðurinn fannst nokkru síðar heill á húfi á far­fugla­heimili á höfuð­borgar­svæðinu. Hann skildi ekkert í því hvers vegna hans hafði verið leitað. Fé­laga hans var til­kynnt um að hann væri kominn í leitirnar.