Murray Hooper, 76 ára fangi á dauða­deild í Arizona í Banda­ríkjunum, var tekinn af lífi í gær­kvöldi, 42 árum eftir að hann skaut tvo ein­stak­linga til bana og særði þann þriðja. Þrír fangar hafa nú verið teknir af lífi í Arizona á þessu ári eftir að átta ára hlé var gert á af­tökum í ríkinu.

AP greinir frá því að verj­endur Hooper hafi reynt fram á síðustu stundu að fá af­tökunni frestað en án árangurs. Hann var sak­felldur fyrir morð á Willi­am Red­mond og tengda­móður hans Helen Phelps árið 1980. Þá skaut hann eigin­konu Willi­ams, Mari­lyn, í höfuðið en hún lifði á­rásina af.

Verj­endur Hoopers fóru fram á að af­tökunni yrði frestað í ljósi nýrra upp­lýsinga sem komu fram fyrir skemmstu. Héldu þeir því fram að Mari­lyn hefði á sínum tíma ekki getað borið kennsl á Hooper þegar hún skoðaði myndir af honum og fleiri ein­stak­lingum sem lágu undir grun í málinu. Þessum upp­lýsingum hefði lög­regla haldið frá Hooper á sínum tíma.

Sak­sóknar héldu því þó fram að engin slík sak­bending hefði farið fram og tóku dóm­stólar undir það.

Hooper hélt alla tíð fram sak­leysi sínu í málinu og bentu verj­endur hans á að engin bein sönnunar­gögn tengdu hann við málið.